Ég heilsa þér sumar

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Friðrik A. Friðriksson

þú komst hingað, sólborna sumar, í dag,
og söngst yfir dalinn þitt glaðasta lag.
Nú skrúðbýr sig jörðin og senn kyrrist sær.
En svo er það fleira, sem yndis mér ljær.
Ó, sumar, þér fyrir því sæll vil ég trúa
að senn rætast vonir: Nú fer ég að búa!
Og sjá þú hve auðnunnar sól á mig skín.
því Svandís í Hlíð, hún er unnustan mín!